
Birgðageymslur
Kerfið getur haldið utan um lagerstöðu í mismunandi birgðageymslum. Byrjum á að fara í leit og finna birgðageymslur. Hér setjum við upp birgðageymslurnar. Hægt er að stofna nýja með aðgerðinni nýtt. Svæði sem skipta máli eru: Síðan þarf að tryggja að svæðið birgðageymsla sé virkt í sölukerfi, innkaupakerfi og birgðabókum svo hægt sé að skrá vörur á viðkomandi birgðageymslu.

Virðisaukaskattsuppgjör - Sjálfvirk bókun
DynamicsNAV heldur utan um allar virðisaukaskattsfærslur og er með tvær aðferðir til að skila virðisaukaskatt. Aðgerðin Reikna og bóka VSK-uppgjör sér um að gera upp vsk. tímabilið og bóka uppgjörsfærslur. Setja hak í Bóka til þess að bóka uppgjörið. Velja má um að forskoða eða prenta. Hin aðferðin er að opna skýrsluna VSK-mótreikningsskýrsla Skýrslan sýnir veltu, innskatt, útskatt og upphæð til greiðslu / inneign. Þá þarf að bóka VSK. uppgjörsfærslunar í gegnum færslubók.